Skip to content

Öskudagur – skertur skóladagur

Miðvikudaginn 6. mars er öskudagur. Samkvæmt venju þá gerum við okkur glaðan dag í skólanum. Við ætlum að hafa náttföt, búninga og furðuföt þennan dag. Nemendur mega koma með sparinesti, þó ekki sælgæti og gos. Nemendur fara í aldursblönduðum hópum á sex stöðvar sem eru með mismunandi verkefni. Nemendur í 7. bekk taka að sér hópastjórn ásamt tveimur stuðningsfulltrúum í hverjum hóp.

Öskudagur er skertur dagur, dagskrá lýkur kl. 11:30 en þá er hádegisverður í heimastofum bekkja. Skóla lýkur svo kl. 12:00. Að loknum hádegisverði fara allir nemendur heim nema þeir nemendur í 1. – 4.bekk sem eiga vistun í Skólaseli þennan dag.