Skip to content

Samskiptadagur og vetrarleyfi

Föstudaginn 22. febrúar er samskiptadagur í grunnskólanum. Þann dag koma nemendur í viðtöl til umsjónarkennara sinna ásamt foreldrum/forráðamönnum. Opið er í Skólaseli á samskiptadögum fyrir þá nemendur sem hafa verið þar skráðir sérstaklega.

Óskilamunum hefur verið raðað upp við aðalinngang skólans á foreldradaginn og við biðjum alla um að koma þar við og fara yfir fatnaðinn, mjög mikið er af verðmætum þar sem bíða eigenda sinna.

Mánudaginn 25. febrúar og þriðjudaginn 26. febrúar er svo vetrarleyfi í grunnskólanum. Starfsemi Skólasels er líka í vetrarleyfi þessa daga.

Starfsemi á leikskólanum er með hefðbundnu sniði alla þessa daga.