Skip to content

Skógurinn okkar í Krakkafréttir

Ártúnsskóli er þessa dagana að vinna í samstarfi við Krakkafréttir hjá RÚV og skógræktina að myndefni um skógrækt. Fjallað verður um skógarhirðu, kolefnisbindingu og súrefnisframleiðslu heilbrigðs skógar, uppkvistun í skóginum, tré hafa verið felld eftir þéttleikamælingu og viðurinn hafður til viðarnytja s.s. til hljóðfæragerðar og eldiviðarvinnslu. Einnig er fjallað um eldivið, eldbakstur og tálgun í skapandi skólastarfi. Nemendur í fimmta og sjötta bekk skólans taka þátt í verkefninu. Afraksturinn, myndbandið verður notað í tilefni af Alþjóða degi skóga 21. mars sem helgaður er skógum og fræðslu. Spennandi verður að sjá útkomuna í Krakkafréttum á Krakkarúv og svo auðvitað myndbandið sem Ísland leggur fram á Alþjóðlegum degi skóga 21. mars.