Skip to content

Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna – kynning á sal

Síðustu vikur hafa nemendur á miðstigi fræðst um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Þeir unnu í litlum hópum að gerð kynningarefnis um markmiðin og fluttu kynningar sínar fyrir yngri nemendur skólans á samveru 8. febrúar. Mátti þar til dæmis sjá veggspjald, glærukynningar, leikþætti og stuttmyndir.

Myndir frá kynningunni má sjá í myndaalbúmi síðunnar.