Skip to content

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er í dag og er hann haldin hátíðlegur í 12 sinn á landsvísu. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara. Börn og starfsfólk gerðu sér dagamun í leikskólanum, það voru sameiginlegar stöðvar á eldri deildum og stöðvar á Árholti.  Allir hittust svo í lokin á balli í salnum.  Í kaffitímanum var boðið upp á vöfflur með sultu og rjóma og kókoskúlur sem börnin bjuggu til á einni stöðinni um morguninn. Dagurinn lukkaðist mjög vel. Myndir má sjá í myndaalbúmi á heimasíðunni.