Dagur stærðfræðinnar

Í dag var dagur stærðfræðinnar og hefðbundin kennsla var brotin upp í grunnskólanum fyrir hádegi. Sjónum var beint að talnaskilningi þetta árið og markmið dagsins var að efla talnaskilning nemenda.
Unnið var á sex stöðvum þar sem nemendum var aldursblandað og nemendur í 7. bekk voru hópstjórar. Dagurinn gekk mjög vel og allir voru ánægðir með skemmtileg og fjölbreytt verkefni stöðvanna.
Myndir frá deginum má sjá í myndaalbúmi síðunnar.