Skip to content

Lestrarsprettur Skólasafns Ártúnsskóla og Ævars vísindamanns

Árlegur lestrarsprettur skólans stendur nú yfir. Á föstudag voru veitt verðlaun fyrir fjölda lesinna bóka á hvern nemenda eftir fyrstu tvær vikurnar. Sigurvegarar á yngra stigi voru nemendur í 2. ÞÓ og á miðstigi voru það nemendur í 6. BL. Umsjónarmenn bekkjanna tóku við viðurkenningunum en báðir bekkirnir fengu bókaverðlaun. Vel gert hjá 2. ÞÓ og 6. BL. Þess má geta að á þessum tveimur vikum lásu nemendur skólans 1065 bækur.

Lestrarsprettur Ævars vísindamanns heldur nú áfram til 1. mars og nemendur Ártúnsskóla eru dugleg að lesa og keppa að því að nafn Ártúnsskóla komi í næstu bók Ævars.

Myndir frá viðurkenningunni má nálgast í myndaalbúmi heimasíðunnar