Skip to content

Bóndadagur í leikskólanum

Í dag hittust allar deildir í leikskólanum um morguninn í sal og sungu þorralög, börnin báru höfuðföt sem þau útbjuggu fyrir þennan dag. Í hádeginu var svo þorrablót,  þorramatur á boðstólum. Í boði var heitt slátur, kartöflumús, rófustappa, flatkökur, hangikjöt, hákarl, harðfiskur, sviðasulta og súrmatur. Börnunum þótti maturinn mjög spennandi en þau voru mis dugleg að smakka hann ? Í aðdraganda þorra hafa þau verið að fræðast um Þorrann og þorramat.