Skip to content

Lestrarsprettur

Á mánudaginn hófst árlegur lestrarsprettur skólans. Í ár er lestrarspretturinn sameinaður lestrarátaki Ævars sem hófst 1. janúar og stendur til 1. mars. Lestrarspretturinn er því óvenju langur að þessu sinni en ástæðan fyrir því er sú að þetta er síðasta lestrarátakið hans Ævars og því er það mjög veglegt. Sá nemandi í hverjum skóla sem les mest fær t.d bókagjöf frá Ævari. Sá skóli sem les mest (miðað við nemendafjölda) verður í nýjustu bókinni hans um bernskubrek Ævars sem kemur út í maí og því langar okkur að gera smá átak í því að koma Ártúnsskóla í bókina. Í þeim tilgangi hefur verið ákveðið að í lok átaksins verði dregið úr skiluðum lestrarmiðum og þrír nemendur dregnir út sem munu fá bók Ævars að gjöf þegar hún kemur út. Tveir bekkir, einn á yngsta stigi og einn á miðstigi, munu þar að auki fá umbun þegar lestrarspretti skólans átti að ljúka samkvæmt skóladagatalinu, þ.e 18. janúar. Þannig að það er til mikils að vinna!

Með því að lesa geta nemendur því:
– Orðið persónur í bók Ævars (Ævar dregur út fimm nemendur úr miðum frá öllum skólum)
– Fengið bókagjöf frá Ævari (1 í hverjum skóla)
– Komið Ártúnsskóla í bókina
– Bekkurinn þeirra fengið umbun frá skólanum 18. janúar.

Því meiri lestur, því fleiri miðar, því meiri möguleikar á að vinna!

Eins og venjulega má lesa allar bækur, þar með talið teiknimyndasögur og hljóðbækur og ef lesið er upphátt fyrir viðkomandi gildir það líka.

Hér má fá nánari upplýsingar um lestarátakið:
https://www.visindamadur.com/copy-of-lestraratakid-2017-2018

Hér má sjá vídeó sem Ævar gerði um átakið og allar reglurnar koma fram þar:
https://www.youtube.com/watch?v=0WEcY7NiTew

Lestrarmiðar munu liggja frammi á bókasafni og þangað er líka hægt að skila þeim útfylltum.