Skip to content

Jólaskemmtun

Í dag voru ,,Litlu jólin“ hjá okkur í grunnskólanum. Jólaskemmtun var í höndum nemenda í 6.BL þetta árið og þau settu á svið undurfagran helgileik og jólaleikritið ,,Bönnum jólin“. Nemendur stóðu sig með prýði og sýndu mikla hæfileika á sviði. Að dagskrá lokinni fórum við fylktu liði í íþróttahúsið og dönsuðum í kringum jólatré.

Myndir frá skemmtuninni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.