Skip to content

Jólaleyfi

Ártúnsskóli sendir öllum kveðjur um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Á morgun föstudaginn 21. desember hefst jólaleyfi í grunnskóladeild Ártúnsskóla. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 3. janúar.

Í skólaseli er opið föstudaginn 21. desember og svo aftur 2. janúar fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir sérstaklega.

Í leikskóladeild er opið yfir jólin nema á almennum frídögum. Á leikskóladeild hefst starf eftir áramót 2. janúar.