Skip to content

Póstkort til Póllands

Í nóvember tóku nokkrir nemendur skólans þátt í eTwinning verkefninu „Póstkort til Póllands“í tilefni af 100 ára sjálfstæðisafmæli Póllands.  Póstkort með fallegum myndum frá Íslandi voru send grunnskóla í Varsjá og kveðjur og hamingjuóskir skrifaðar á ensku og pólsku.  Ártúnsskóli fékk síðan send nokkur skemmtileg kort með teikningum og upplýsingum um Pólland frá pólskum börnum.

Fleiri myndir af póstkortum má finna í myndaalbúmi síðunnar.