Skip to content

Jólaskógur 2018

Nemendur í umhverfisnefnd skólans komu með tillögur og undirbjuggu verkefnið ,,Jólaskógur 2018“ í grenndarskógi Ártúnsskóla. Hátíðin tengist þemanu vellíðan. Sú hefð hefur skapast að fara í myrkri niður í Grenndarskóg Ártúnsskóla að leita að skínandi ,,Endurskinsmerkjum“ í formi leiks og þrauta. Þaðan verður haldið fylktu vasaljósaliði inn í Grenilund þar sem allir fá kakó og piparkökur við kertaljósog sögulestur.

Elstu nemendur skólans höfðu kannað í lok október endurskinsmerki á útifötum nemenda og kom í ljós að um tveir þriðju nemenda í Ártúnsskóla eru með endurskinsmerki á útifötum sínum.

Nemendur 7. GEÓ og umhverfisnefnd vilja því hvetja alla til að vera ekki draugar í myrkrinu og nota endurskinsmerki í skammdeginu. 

Í öllum bekkjum var rætt saman um mikilvægi endurskinsmerkja á útifötum og klæðnaði eftir veðri, sýnd var stuttmynd og allir hvattir á föstudagssamverum til að nota alltaf endurskinsmerki.

Umhverfisnefnd vill minna alla á mikilvægi  endurskinsmerkja.  Það eiga jú allir að nota endurskinsmerki.