Skip to content

Brúðuleikrit

Í gær kom Bernd Ogrodnik til okkar og sýndi yngstu nemendum grunnskólans og leikskólabörnunum skemmtilegt brúðuleikrit „Pönnukakan hennarGrýlu“. Leikritið segir fallega jólasögu sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu sem flestir ættu að kannast við. Bernd nýtur aðstoðar hrífandi leikbrúða sem unnar eru úr tré, lifandi tónlistar og virkrar þátttöku áhorfenda. Sagan segir frá hugvitssamri pönnuköku sem nær að flýja steikarpönnu Grýlu en á vegi hennar verða margir sem vilja sinn skerf af pönnukökunni.

Myndir frá viðburðinum eru í albúmi síðunnar.