Skip to content

Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur Foreldrafélags Ártúnsskóla var haldið laugardaginn 8. desember á sal skólans. Að venju var góð mæting og áhuginn og einbeitingin skein úr andlitum unga fólksins. Nemendur í 6. bekk héldu sinn árlega kökubasar og seldar voru nýbakaðar vöfflur og kakó fyrir söfnunarsjóð bekkjarins fyrir skólabúðaferð á Reyki í Hrútafirði næsta skólaár.

Myndir frá föndrinu eru inni í myndaalbúmi heimasíðunnar.