Skip to content

Samvera hjá 1. bekk

Í dag sáu nemendur í 1. LBH um samveru á sal. Fyrst á svið var María Rún sem spilaði lagið ,,Bjart er yfir Betlehem“ á píanó. Því næst fluttu nemendur leikritið Jólasveinar nútímans eftir Sesselju tónmenntakennara. Að lokum sungu nemendur lögin ,,Skín í rauðar skotthúfur“ og ,,Bráðum koma blessuð jólin“. Nemendur stóðu sig einkar vel og voru til fyrirmyndar í einu og öllu. Að sýningu lokinni var notaleg stund í heimastofu með kaffi og kræsingum fyrir nemendur og aðstandendur.

Myndir frá samverunni má sjá í myndaalbúmi síðunnar.