Skip to content

Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur Foreldrafélags Ártúnsskóla verður haldið laugardaginn 8. desember frá 10-13.
Skreyttar verða piparkökur, málaðar jólamyndir og fleira skemmtilegt sem kemur okkur í jólaskap.
Glassúr í ýmsum litum verður á staðnum og málning til að mála með.
6. bekkur verður einnig með sinn árlega kökubasar.

Jólaföndrið er að sjálfsögðu í boði fyrir bæði skólann og leikskólann.
Mikilvægt að allir mæti með pening þar sem ekki verður posi á staðnum 🙂

Sjáumst í jólastuði!
Stjórn foreldrafélagsins