Skip to content

Fullveldishátíð

Í dag héldum við hátíð í grunnskólanum og fögnuðum 100 ára afmæli fullveldis þjóðarinnar og klæddumst fatnaði í íslensku fánalitunum í tilefni dagsins. Viðfangsefni dagsins var tengt þema haustsins „Vellíðan“. Dagurinn hófst á sal þar sem sungin voru góð íslensk lög og boðið upp á rammíslenskt skyr. Öll verkefni dagsins tengdust svo þemanu vellíðan með einum eða öðrum hætti. Nemendur fóru með umsjónarkennurum sínum á milli fimm stöðva að morgninum þar sem boðið var upp á slökun, yndislestur, hreyfingu, dans og myndlistarsýningu.