Skip to content

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Á alþjóðadegi barna, þriðjudaginn 20. nóvember, var hringekja á miðstigi helguð umfjöllun um „Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna“ um sjálfbæra þróun. Nemendur unnu saman í hópum og ræddu um hver væru stærstu vandamál heimsins. Þeir sýndu verkefninu mikinn áhuga og voru mjög málefnalegir í umræðunni.