Skip to content

Ævar vísindamaður – tímaflakk

Í morgun kom Ævar Þór Benediktsson í heimsókna á sal skólans og las úr bók sinni ,,Tímaferðalag“ fyrir nemendur í 3. – 7. bekk. Ævar sló heldur betur í gegn hjá nemendum með líflegri og skemmtilegri framkomu. Ævar kynnti einnig fyrir nemendum lestrarsprett sem hann kvatti nemendur til að taka þátt í. Skráningarblöð fyrir lestrarsprettinn verður hægt að nálgast á bókasafni skólans.