Skip to content

Föstudagssamvera hjá 3.LH

Föstudaginn 16. nóvember voru nemendur 3.LH með samveru á sal. Þessi dagur er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, eins af ástsælustu skáldum þjóðarinnar og því tileinkaður íslenskri tungu. Nemendur sýndu þrjá leikþætti sem fjölluðu um Jónas eða íslenska tungu á einn eða annan hátt. Að sýningu lokinni var haldið kaffisamsæti í bekkjarstofunni þar sem nemendur glöddust með aðstandendum sínum.
Mikið nám fer fram við að undirbúa samveru og stíga á svið. Fyrir utan hið augljósa sem tilheyrir íslenskunni þá er ómetanlegt að fá tækifæri til að þjálfa sig í að miðla þekkingu og leikni sinni og flytja mál sitt skýrt og áheyrilega.

Myndir frá samverunni má sjá í myndaalbúmi síðunnar.