Skip to content

Dagur íslenskrar tungu

Við héldum hátíðlegan Dag íslenkrar tungu sem var þann 16. nóvember síðastliðinn. Nemendur í 3. LH sögðu okkur frá Jónasi Hallgrímssyni á föstudagssamveru en dagur íslenskrar tungu er á afmælisdegi Jónasar en hann var mikill nýyrðasmiður íslenkrar tungu. Og í tilefni dagsins beitti nemendafélag skólans sér fyrir því að allir í skólanum leggðu áherslu á að vanda málfar sitt sérstaklega þennan dag og sleppa öllum ensku slettum.
Stóra upplestrarkeppnin var sett formlega af stað í 7. GEÓ þennan dag og nú taka við æfingar hjá þeim í upplestri fram eftir vetri.