Skip to content

Útikennsla og heilsuefling í Ártúnsskóla

Nemendur í 6. BL skemmtu sér konunglega þegar þeir fóru í útinám í Grenndarskógi Ártúnsskóla með kennaranemum frá íþrótta- og heilsufræði  Menntavísindasviðs undir leiðsögn kennara. Nemendur unnu í hópum við að leysa átta fjölbreyttar hreysti þrautir sem reyndu á samvinnu og hugsmíðahyggju. Þeir fengu bókstaf í hendurnar eftir hverja þraut sem myndaði orðið vellíðan sem er þema þessarar annar í Ártúnsskóla. Endað var á jákvæðum nótum með því að leika Refskák og fara í Hókípókí.