Skip to content

Náttföt, bangsar og gullskór


Það var skemmtilegur dagur í Ártúnsskóla í dag. Í tilefni bangsadagsins mættu nemendur og starfsfólk í náttfötum og með bangsann sinn. Á samveru voru sungin bangsalög og allir bangsar fengu smá fiðring í magann í lok samverunnar. Í tilefni af átakinu „Göngum í skólann var “Gullskórinn“ afhentur öllum bekkjum á samverunni. Allir árgangar stóðu sig vel í september að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Vinabekkirnir 2. ÞÓ og 6. BL hittust svo í dag og spiluðu og gæddu sér á veitingum með böngsunum sínum.