Frá föstudagssamveru 2. LH

Síðasta föstudag stóð 2. bekkur fyrir samveru á sal. Sett voru upp þrjú leikrit. Leikritin hétu „Gullbergur og bangsarnir þrír“, „Geiturnar þrjár“ og „Úlfurinn og kiðlingarnir sjö“. Einnig sungu börnin tvö lög í tilefni Dags íslenskrar tungu og svo var frumsýnt nýtt myndband við lagið „Sing for the climate“ í tilefni af Alþjóðlegum degi loftslagsins sem var 11. nóvember. Í myndbandinu mátti sjá nemendur úr Ártúnsskóla og vinaskóla okkar frá Finnlandi, Englandi og Belgíu. Við viljum öll passa jörðina okkar og hvert og eitt okkar getur gert gagn.

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur