Tjaldbúðir í Heiðmörk

Í lok skólaársins var 4.EÓ boðið að fara í tjaldferðalag í Heiðmörk í samstarfi við forstöðumenn Frístundarmiðstöðvarinnar í Gufunesbæ.  Verkefninu var ætlað að skoða ýmsa þætti varðandi framkvæmd og fyrirkomulag á tjaldútilegu fyrir þennan aldur.  Þetta var frábær upplifun og eitt stórt ævintýri fyrir krakkana og bekkurinn heppin að fá að taka þátt í þessu tilraunaverkefni. Tjaldútilegan var gott tækifæri til  útikennslu og lífsleikni, sem og nálgun á viðfangsefni á öðruvísi hátt en skólakerfið bíður upp á dags daglega.  Mikið hópefli og jákvæður sigur fyrir marga einstaklinga og gaman að fylgjast með nemendum í nýjum aðstæðum og sjá hvernig þau nálgast hinar ýmsu áskoranir og þrautir.  Upplifun sem eflaust á eftir að lifa lengi í minningunni hjá börnunum.

Kveðja Edda Júlía, Ólöf og Anna S

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur