Velkomin til starfa á nýju skólaári

Skólasetning grunnskóladeildar Ártúnsskóla verður miðvikudaginn 22. ágúst á sal skólans. Nemendur í 2. - 4. bekk mæta kl. 10.00 og nemendur í 5. - 7. bekk mæta kl. 11:00. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Nemendur í 1. bekk verða boðaðir til viðtals dagana 21. – 22. ágúst.
Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.

Sumarleyfi

solSkrifstofa Ártúnsskóla verður lokuð frá 22. júní – 13. ágúst. Skóli hefst að nýju eftir sumarleyfi með skólasetningu miðvikudaginn 22. ágúst.   Nemendur og foreldrar í 1. bekk verða boðaðir í viðtal til kennara símleiðis í vikunni 15. – 21. ágúst.

Í Skólaseli er starfsrækt sumarfrístund 11. júní - 11. júlí og 9. - 20. ágúst. Sumarleyfi frístundar er 12. júlí - 8. ágúst. 

Leikskóladeild fer í sumarleyfi 11. júlí - 8. ágúst.

Með sumarkveðju frá starfsfólki Ártúnsskóla

Viðhorfskönnun foreldra

Viðhorfskönnun foreldra var lögð fyrir í febrúar og mars mánuði 2018. Framkvæmdin var í höndum skóla – og frístundasviðs. Úrtak sem var tekið úr hverjum skóla endurspeglar fjölda barna í árgangi og kynjadreifingu í skólanum. Aðeins ein könnun var send á hvert heimili. Fyrir hverja spurningu er reiknuð einkunn á bilinu 1 til 5 og er hærri einkunn alltaf jákvæðari niðurstaða. Einkunnin er lituð svo auðveldara sé að átta sig á niðurstöðunum í fljótu bragði. Grænn gefur til kynna einkunnina 4 eða hærra, gulur einkunnina 3 til 4 og rauður lægri en 3. Bakgrunnsbreyturnar eru skólastig og kyn. Til að tryggja að enginn leið sé að rekja svör til einstakra þátttakenda birtast niðurstöðurnar ekki eftir bakgrunnsbreytum ef færri en 5 eru í hópi. Þá er hægt að skoða svör skólans í samanburði við Reykjavík í heild. Ef músinni er haldið fyrir ofan hverja súlu sést textinn allur, einkunn fyrir skólann og fyrir Reykjavík í heild.

Niðurstöður könnunarinnar

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur