Menningarvaka 7. bekkjar

Á morgun þriðjudaginn 20. mars eru nemendur 7. bekkjar með árlega Menningarvöku í skólanum. Menningarvakan hefst kl. 19:30 en húsið verður opnað kl. 19:00. Aðgangseyrir er kr. 1000 og nemendur hafa ákveðið að styrkja SOS barnaþorp að þessu sinni. Nemendur munu syngja, spila á hljóðfæri, lesa ljóð, sýna stuttmynd og flytja söngleik byggðan á ,,Bugsy Malone“. Söngleikurinn verður svo aftur sýndur fyrir nemendur skólans á samveru daginn eftir. Athugið að börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Annað sæti í Stóru upplestrarkeppninni

kirkja 18Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í Árbæjarkirkju í gær þann 14. mars þar sem kepptu nemendur úr 7. bekkjum skólanna í Árbæ og Grafarholti. Iðunn Ragnarsdóttir og Stefán Leó Garðarsson voru okkar fulltrúar í keppninni í ár. Þau voru til fyrirmyndar og stóðu sig mjög vel. Iðunn lenti í öðru sæti og óskum við henni til hamingju með árangurinn. 

Starfsdagur hjá grunnskóla, leikskóla og skólaseli

Föstudaginn nk. þann 16. mars er starfsdagur hjá grunnskóla og skólaseli allan daginn og því ekki tekið á móti nemendum. Í leikskólanum er hefðbundið starf til kl. 12 og starfsdagur eftir hádegi.

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur