Jólatré úr grenndarskógi

1 jolatreNemendur í 1.ÞÓ fóru í grenndarskóginn í dag og völdu fyrir skólann jólatré. Í skóginum tók á móti hópnum fulltrúi frá Umhverfis– og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og aðstoðaði okkur við verkið. Nemendur tóku svo við og komu tréinu og fallegum greinum af trénu upp í skóla. Greinarnar verða svo notaðar á aðventunni til að skreyta stofur skólans. 

Fleiri myndir hér.

Frá föstudagssamveru 2. LH

Síðasta föstudag stóð 2. bekkur fyrir samveru á sal. Sett voru upp þrjú leikrit. Leikritin hétu „Gullbergur og bangsarnir þrír“, „Geiturnar þrjár“ og „Úlfurinn og kiðlingarnir sjö“. Einnig sungu börnin tvö lög í tilefni Dags íslenskrar tungu og svo var frumsýnt nýtt myndband við lagið „Sing for the climate“ í tilefni af Alþjóðlegum degi loftslagsins sem var 11. nóvember. Í myndbandinu mátti sjá nemendur úr Ártúnsskóla og vinaskóla okkar frá Finnlandi, Englandi og Belgíu. Við viljum öll passa jörðina okkar og hvert og eitt okkar getur gert gagn.

Samvera á Degi íslenskrar tungu

Nemendur í 7. bekk voru með samveru í gær á Degi íslenskrar tungu. Þau kynntu fyrir samnemendum sínum tilurð dagsins og fræddu þá um Jónas Hallgrímsson. Einnig fóru þau með íslenska tungubrjóta, fluttu frumsamið rapp lag og sýndu stutta leikþætti. 

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur