Vellíðan - kynning

Nemendur í umhverfisnefnd kynntu í morgun á sal skólans fyrir skólafélögum sínum lífsleikni þemað „Vellíðan“. Nemendur sýndu stuttan leikþátt og voru með fróðleik um það hvernig hægt er að hlúa að eigin vellíðan með einföldum atriðum eins og 

  • Taktu þátt
  • Hreyfðu þig
  • Haltu áfram að læra
  • Myndaðu tengsl
  • Gefðu af þér

Samvera hjá 4. EH

Nemendur 4. bekkjar settu upp samveru síðasta föstudag. Þau fræddu skólafélaga sína um vatn sem þau hafa verið að vinna með í vetur og settu á svið leikrit um Emil í Kattholti, Tralla jarðálf og Búkollu. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og allir höfðu gaman af sýningunni. 

Starfsdagur allra deilda

Á mánudaginn næsta, þann 12. nóvember er undirbúningsdagur starfsfólks í leikskóla, grunnskóla og frístund. Þennan dag er því leyfi hjá öllum nemendum.

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur