Norræna skólahlaupið

Á morgun, miðvikudaginn 13. september ætlum við í Ártúnsskóla að hlaupa hið árlega Norræna skólahlaup. Hlaupið verður að loknum frímínútum kl. 10:05. Mikilvægt er að nemendur komi í léttum og þægilegum skófatnaði þennan dag.

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Kynningarfundir

Kynningarfundir í árgöngum eru í þessari viku, dagana 11. - 14. september

1. bekkur, fimmtudaginn 14. sept.
2. bekkur, miðvikudaginn 13. sept.
3. bekkur, miðvikudaginn 13. sept. 
4. bekkur, fimmtudaginn 14. sept.
5. bekkur, mánudaginn 11. sept.
6. bekkur, þriðjudaginn 12. sept.
7. bekkur, miðvikudaginn 13. sept. 

Fundirnir hefjast allir kl. 8:25 og eru í heimastofum nemenda. Nemendur í 1. - 4. bekk eru í vistun í skólanum á meðan á fundunum stendur,  en nemendur í 5. - 7. bekk mæta ekki í skólann fyrr en að fundartíma loknum kl. 9:05.

 

Göngum í skólann

gullskorVið erum þátttakendur í verkefninu GÖNGUM Í SKÓLANN sem hófst í dag,  miðvikudaginn 6. september. Við hvetjum því nemendur til að koma gangandi í skólann nú sem endranær. Verkefnið stendur yfir frá 6. september – 4. október. Meðal markmiða verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar og að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólanum.
Að þessu sinni ætlum við að standa fyrir keppni á milli árganga skólans og í verðlaun verða gullskór fyrir góðan árangur. Þeir árgangar sem ná að koma gangandi að meðal tali 16 daga af þeim 20 sem eru í verkefniu fá gullskó í verðlaun. 

Fleiri greinar...