Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur Foreldrafélags Ártúnsskóla var haldið laugardaginn 8. desember á sal skólans. Að venju var góð mæting og áhuginn og einbeitingin skein úr andlitum unga fólksins. Nemendur í 6. bekk héldu sinn árlega kökubasar og seldar voru nýbakaðar vöfflur og kakó fyrir söfnunarsjóð bekkjarins fyrir skólabúðaferð á Reyki í Hrútafirði næsta skólaár. 

Jólaball á Árbæjarsafni

Nemendur í 5. LR tóku þátt í opnun jólasýningar Árbæjarsafnsins síðastliðinn sunnudag. Nemendur leiddu söng og dönsuðu með jólasveinunum í kringum jólatréð. Að venju stóðu nemendur sig mjög vel og glöddu áhorfendur með prúðmannlegri framkomu og fallegum söng.

Samvera hjá 1. bekk

Í dag sáu nemendur í 1. LBH um samveru á sal. Fyrst á svið var María Rún sem spilaði lagið ,,Bjart er yfir Betlehem" á píanó. Því næst fluttu nemendur leikritið Jólasveinar nútímans eftir Sesselju tónmenntakennara. Að lokum sungu nemendur lögin ,,Skín í rauðar skotthúfur" og ,,Bráðum koma blessuð jólin". Nemendur stóðu sig einkar vel og voru til fyrirmyndar í einu og öllu. Að sýningu lokinni var notaleg stund í heimastofu með kaffi og kræsingum fyrir nemendur og aðstandendur. 

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur