Hjólaferð hjá 6. bekk

Nemendur í 6. bekk fóru í hjólaferð í dag sem þau unnu sér inn fyrir með stigum sem þau fengu fyrir fyrirmyndar hegðun og jákvæðni síðustu mánuði. Hjólaferðin gekk frábærlega og veðrið var gott. Hjólað var frá skólanum og niður í Nauthólsvík með viðkomu í ísbúð og til baka. Það voru þreyttir en sælir krakkar sem komu til baka í skólann um hádegisbil, bein í pylsu grillveislu úti í leikskóla. 

Skóladagatal 2018 - 2019

Skóladagatal fyrir grunnskólann skólaárið 2018 - 2019. 

Aðalfundur FUÁ 2018

merkifua copyNemendafélag skólans FUÁ hélt aðalafund á sal skólans miðvikudaginn 16. maí. Fráfarandi stjórn las ársskýrslu og lög félagsins og nýkjörin stjórn fyrir næsta skólaár voru kynnt á fundinum. Fulltrúar nemenda í skólaráði voru einnig kynntir en þeir koma úr 6.GE og eru þau Skúli Sturla  og Ásrún Inga. Að lokum var útskýrt fyrirkomulag hins árlega fótboltamóts FUÁ sem alltaf er mikill áhugi fyrir meðal nemenda.

Ársskýrsla 2017 - 2018

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur