Öskudagsfjör

Í dag var haldið upp á öskudaginn í Ártúnsskóla. Boðið var upp á ýmislegt til skemmtunar eins og dans, söng, spil og andlitsmálningu. Nemendur mættu í allskonar furðufötum og gaman að sjá hversu hugmyndaríkir nemendur voru með búninga sína.

Vetrarfrí

Dagana 15. og 16. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Fjölmargt verður í boði fyrir alla fjölskylduna um alla borg í vetrarfríinu; smiðjur, leikir og spil í frístundamiðstöðvum, alls slags þrautir að leysa saman hjá söfnunum, opin íþróttahús, ratleikir, frítt í sund og margt, margt fleira.

Mælum með að sem flestir kynni sér dagskrá sem verður í boði í frístundamiðstöðum, bókasöfnum og menningarstofnunum og hafi það sem allra best í vetrarfríinu.

vetur

Dagur leikskólans 6. febrúar

Leikskóladeildin hélt hátíðlega upp á Dag leikskólans 6. febrúar með því að sleppa hópastarfi og vera með stöðvar sem börnin fóru á milli. Í boði var m.a. blöðruball, leikið með ljós og skugga og kókoskúlugerð sem börnin fengu að njóta í síðdegishressingunni. Börnin fengu að leika með leirsand, fara í hlutverkaleiki og könnunarleiki. Í síðdegishressingu var einnig boðið upp á vöfflur með rjóma og sultu. Börn og starfsfólk skemmtu sér konunglega og voru allir mjög ánægðir með daginn

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur