Nemendafélag skólans FUÁ

Stjórn nemendafélags skólans FUÁ hefur fundað tvisvar sinnum í haust og er byrjuð að forgangsraða og setja niður verkefni fyrir skólaárið. Stjórnin er nú þegar búin að skipta með sér verkum en til að hafa lýðræðislega stjórnarhætti í fyrirrúmi ákvað stjórnin að um áramót yrði aftur skipt svo sem flestir í stjórn næðu að taka að sér mismunandi verkefni.

Í stjórn eru:
Elísabet Karín Guðjónsdóttir 7. bekk - formaður
Þorleifur Barri Davíðsson 7. bekk - varaformaður
Elsa Vala Rúnarsdóttir 6. bekk - meðstjórnandifua 2018
Hera Arnardóttir 6. bekk - ritari
Kári Dan Edvardsson 6. bekk - gjaldkeri
Olga Júlía Helgadóttir 6. bekk - meðstjórnandi
Dagbjört Lilja Jóhannsdóttir 5. bekk - meðstjórnandi
Helena Lea Alfonsdóttir Ramel 5. bekk - ritari 

Varamenn:
Helgi Trausti Stefánsson 7. bekk
Þórir Sólbjartur Ínuson 6. bekk
Aldís Elfa Franzdóttir 5. bekk

 

Starfsdagur í leik- og grunnskóla

Á morgun föstudaginn 14. september er undirbúningsdagur starfsfólks í leik - og grunnskóladeild skólans. Á undirbúningsdaginn er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir.

Íþróttadagur

Þann 5. september var íþróttadagur hjá okkur í grunnskóladeild Ártúnsskóla. Dagurinn hófst á setningu verkefnisins ,,Göngum í skólann" sem allir höfðu gaman af að taka þátt í. Frá kl. 10 tók svo við íþróttahringekja þar sem nemendur fóru á milli stöðva í aldursblönduðum hópum. Verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg og veðrið lék við okkur. Meðal verkefna voru m.a. hlaupahjólaþraut, boltaæfingar, þrautabraut, kubbspil, dans, Dr. Bike kom í heimsókn og fór yfir hjól og hjólareglur með nemendum og við leituðum bangsa í náttúrunni. Á íþróttadegi reynir á samvinnu nemenda og eldri nemendur eru einstaklega lagnir við að aðstoða yngri nemendur skólans í gegnum verkefnin. Annars tala myndirnar sínu máli. 

Fleiri greinar...

skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur