Heimsókn í Boot camp - 5. bekkur

Ritað .

Föstudaginn 19.september heimsóttu nemendur í 5.SG Boot Camp stöðina við Rafstöðvarveg. Þar tók á móti þeim skemmtilegur þjálfari og var mikið fjör.
Gönguferðin heim tók langan tíma því margir þurftu að skoða snigla sem nóg var af eftir mikla rigningu. Úr ferðinni varð því líka aukatími í náttúrufræði.

 Myndir væntanlegar

Undirbúningsdagur starfsfólks

Ritað .

Miðvikudaginn 1.október er undirbúningsdagur starfsfólks í leik - og grunnskóla. Á undirbúningsdaginn er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir.

Íþróttadagur

Ritað .

Þriðjudaginn 30. september er íþróttadagur í grunnskóladeild Ártúnsskóla. Dagurinn byrjar á sal þar sem nemendur hlusta á fyrirlestur um þrautseigju. Eftir það fara allir í gegnum hringekju sem samanstendur af níu íþróttastöðvum þar sem meðal annars verður dansað, gerðar boltaæfingar og farið í margskonar leiki. Við erum mikið úti þennan dag og því þurfa allir að vera klæddir eftir veðri.
Íþróttadagur er skertur skóladagur og kl. 12:40 fara nemendur í 4. - 7. bekk heim. Nemendur í 1. - 3. bekk fara allir í Skólasel sem og þeir nemendur í 4. bekk sem þar eru á skrá. Nemendur í 1. - 3. bekk sem ekki eiga vistun í Skólaseli fara heim skv. stundaskrá.
Skólasund verður samkvæmt stundaskrá á íþróttadaginn.