Samskiptadagur 27. október

Ritað .

Á mánudaginn er samskiptadagur í grunnskólanum. Nemendur mæta í viðtal hjá umsjónarkennara sínum ásamt foreldrum/forráðamönnum. Þriðjudaginn 28. október er svo kennsla skv. stundaskrá. Opið er í skólaseli þennan dag fyrir þá sem þar hafa verið skráðir. 

Ævar vísindamaður í heimsókn

Ritað .

Á föstudagssamveru í morgun kom Ævar Þór Benediktsson og las úr bók sinni ,,Þín eigin þjóðsaga" fyrir nemendur. Ævar sló heldur betur í gegn hjá nemendum með líflegri og skemmtilegri framkomu. Hann las úr kaflanum um Búkollu en í bók hans er hægt að velja endi til að hafa áhrif á gang sögunnar.

Þrautseigja - lífsleikniþema - heilsueflandi skóli

Ritað .

thrautsegja myndMarkmið þemans, sem stendur yfir frá september 2014 - janúar 2015, er fyrst og fremst að skoða þrautseigju sem einn af þeim eiginleikum sem getur hjálpað okkur til að ná settum markmiðum og styrkt okkur í námi, lífi og starfi.

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi þess að hafa þrautseigju til að bera til þess að ná árangri í lífinu. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að þrautseigja getur haft mikið að segja þegar kemur að andlegu heilbrigði, vellíðan og þroska.
Unnið verður með þrautseigju á ýmsan máta alla haustönnina. Þrautseigja tengist meira og minna öllu námi og námsgreinum skólans......sjá meira