Páskaleyfi

Ritað .

easter 12Páskaleyfi hefst í grunnskólanum mánudaginn 14. apríl og stendur yfir til mánudagsins 21. apríl. Í páskaleyfi er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir sérstaklega. Í leikskólanum hefst páskaleyfi fimmtudaginn 17. apríl.

Skólastarf hefst í öllum starfsstöðvum skólans þriðjudaginn 22. apríl skv. stundaskrá/dagskipulagi.

Dagana 22. og 23. apríl  fara allir námshópar grunnskólans og skólahópur leikskólans í Grenndarskóginn þar sem við förum í rathlaup og eldum yfir opnum eldi.  Mikilvægt er að börnin komi klædd til útiveru þessa daga.  
Sumardagurinn fyrsti 24. apríl er almennur frídagur og föstudaginn 25. apríl er undirbúningsdagur allra starfsdeilda skólans.

GLEÐILEGA PÁSKA

Frá menningarvöku 2014

Ritað .

Hin árlega menningarvaka nemenda í 7. bekk var haldin í gærkvöldi, fimmtudaginn 10. apríl. Síðustu vikur lögðu nemendur og starfsfólk mikla vinnu í undirbúning sýningarinnar. Nemendur bjuggu til leikmynd, aðgöngumiða og veitingar samhliða stífum æfingum á skemmtidagskrá. Að þessu sinni settu nemendur á svið leikritið Kardemommubærinn ásamt dansatriðum og hljóðfæraleik.
Aðgangseyrir af menningarvökunni rennur alltaf til góðgerðarmála og að þessu sinni ákváðu nemendur að styrkja UNICEF og börn í Sýrlandi sem eiga um sárt að binda þessa dagana. Á föstudagssamveru í morgun kom fulltrúi UNICEF og tók við styrktarfénu

 

Smíðaverkefni

Ritað .

Margt hefur verið hannað og búið til í smíðum í vetur. Nemendur í 7.KG fengu það verkefni í smíði að hanna og búa til myndaramma sem átti að geta hangið á vegg og staðið á borði. Efniviðurinn var ein MDF-plata, 21x21 cm að stærð og allskyns afgangar. Nemendur réðu því hvernig þeir leystu verkefnið, en urðu að teikna upp hugmyndir sínar og rökstyðja áður en hafist var handa við smíðina.

Nemendur í 5.ÁÓ hönnuðu og bjuggu til snaga til að hengja föt á. Spónaplata var pússuð og myndskreytt og á hana festir tálgaðir greinastubbar.

Smíðahópur í 4.BJ notaði góða veðrið einn daginn til að snyrta tré á skólalóðinni og æfa sig að tálga.