Hollt nesti

Ritað .

samlokurVið viljum minna á mikilvægi þess að koma með hollt og gott nesti í skólann. Góð næring er m.a. nauðsynleg til þess að viðhalda orku og vinnugleði út skóladaginn.

Heilsukveðjur frá stýrihópi Heilsueflandi skóla

Skólastarf fer vel af stað

Ritað .

Skólastarf í Ártúnsskóla hefur farið vel af stað. Um allan skóla má sjá nemendur niðursokkna í spennandi verkefnum. Á miðstigi er hafin hringekja þar sem nemendur í 5. 6. og 7. bekk vinna saman í samfélags- og náttúrufræði. Hringekja í 2. 3. og 4. bekk hefst í næstu viku. Á leikskólanum er aðlögun nýrra barna lokið og vetrarstarf að hefjast. Skólaselið er fullmannað og var svo frá fyrsta degi og öll börn sem sótt hefur verið um vistun fyrir komin að.

Skólasetning

Ritað .

Eftirvæntingin leyndi sér ekki þegar myndarlegur hópur nemenda mætti á skólasetningu í morgun ásamt foreldrum sínum og forráðamönnum. Rannveig skólastjóri bauð alla velkomna og hélt stutta tölu áður en nemendur fóru með umsjónarkennurum í heimastofur þar sem undirbúningur var lagður undir skólastarf vetrarins.