Stóra upplestarkeppnin - úrslit

Úrslit í stóru upplestrarkeppninni fóru fram á sal skólans í dag. Sjö nemendur úr 7. LB  kepptu til úrslita. Það var ekki létt verk fyrir dómarana að velja tvo keppendur, því allir þátttakendur stóðu sig með miklum sóma. Nemendur fluttu textabrot úr sögunni „Flugan sem stöðvaði stríðið" eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og tvö ljóð. Björn Austmar og Vigdís Björg voru valin til að keppa fyrir hönd skólans þann 9. mars næstkomandi í Guðríðarkirkju.

Ljóðaormur nemenda

Lestrarátakið „Eitt ljóð á dag“ stóð yfir frá 16.-27. janúar. Í ár var lestrarátakið helgað ljóðalestri. Lögð var áhersla á vandaðan upplestur, framsögn og túlkun ljóða, ásamt ljóðaútskýringum.

Eitt ljóð á dag var lesið upp fyrir aðra í skóla, t.d. vin, sessunaut, bekkinn, starfsfólk, leikskólabörn eða á sal. Þetta gat verið eitt ljóð valið af kennara eða ljóð sem nemendur velja sér. Áður en til upplestar kom þurftu nemendur að æfa sig, annað hvort í skóla eða heima. Með hverju lesnu ljóði upphátt var fyllt út hringform með heiti ljóðs, höfundar og upplesara. Þetta gátu verið einstaklingur, hópur eða bekkurinn í heild. Hver árgangur hafði sinn lit og voru liðirnir festir upp á sameiginlegan orm.

Litir bekkja: 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur 5. bekkur 6. bekkur 7. bekkur

 Loka afurð átaksins var því ljóðaormur nemenda sem liðast um ganga skólans.

Samskiptadagur og vetrarleyfi

Föstudaginn 17. febrúar er samskiptadagur í grunnskólanum. Þann dag er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir.
Dagana 20. og 21. febrúar er vetrarleyfi í grunnskólanum. Vetrarleyfið tekur til allrar starfsemi grunnskólans, þar með talið starfsemi Skólasels. Opið er í leikskólanum þessa daga.
Kennsla hefst eftir vetrarleyfi skv. stundaskrá miðvikudaginn 22. febrúar.

Fleiri greinar...