Páskaleyfi

þann .

easter 12Páskaleyfi hefst í grunnskólanum mánudaginn 30. mars og stendur yfir til mánudagsins 6. apríl. Í páskaleyfi er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir sérstaklega. Í leikskólanum hefst páskaleyfi fimmtudaginn 2. apríl.

Skólastarf hefst í öllum starfsstöðvum skólans þriðjudaginn 7. apríl skv. stundaskrá/dagsskipulagi.

GLEÐILEGA PÁSKA

Menningarvaka

þann .

Menningarvaka nemenda í 7. bekk tókst með miklum ágætum í gærkvöldi. Nemendur sungu, spiluðu á hljóðfæri, lásu ljóð og sýndu leikritið um Ronju Ræningjadóttur. Allir nemendur bekkjarins tóku þátt í sýningunni og komu fram í leikritinu. Nemendur útbjuggu alla sviðsmynd lærðu langa texta utan að auk þess sem þeir þurftu að verða sér út um búninga sem hæfði hverju og einu hlutverki. Aðgangseyrir rann allur til ,,Einstakra barna" en fulltrúi félagsins koma á föstudagssamveru í dag og tók við styrktarfénu. Myndirnar segja allt sem segja þarf.