Menningarvaka

Þriðjudaginn 4. apríl eru nemendur 7. bekkjar með árlega Menningarvöku í skólanum. Menningarvakan hefst kl. 20:00 en húsið verður opnað kl. 19:30. Aðgangseyrir eru kr. 1000 sem rennur til Unicef til styrktar börnum í suður Súdan. Nemendur munu syngja, spila á hljóðfæri, lesa ljóð og flytja söngleik byggðan á myndinni „Með allt á hreinu“. Söngleikurinn verður svo aftur sýndur fyrir nemendur skólans á Föstudagssamveru 7. apríl.

Athugið að börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Grænfáninn

Mánudaginn 20. mars var Ártúnsskóla afhentur Grænfáninn í fjórða sinn af Björt Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra við hátíðlega athöfn á sal skólans. Nemendur í umhverfisnefnd sýndu stuttan leikþátt um virðingu og kynntu umhverfissáttmála skólans, flaggað var í tilefni dagsins.

Starfsdagur á öllum deildum

Á föstudaginn næsta, þann 17. mars er undirbúningsdagur starfsfólks í leikskóla, grunnskóla og í Skólaseli. Þennan dag er leyfi hjá öllum nemendum. Þetta er sameiginlegur starfsdagur allra skólanna í Árbæjarhverfi. 

Fleiri greinar...