Hringekja í 5. - 7. bekk, Íslandssaga

þann .

Íslandssagan var viðfangsefni í hringekju nemenda í 5.-7.bekk á þessarri önn. Þar var unnið í þriggja manna hópum þvert á árganga. Hver hópur kynnti sér vel ákveðinn atburð eða tímabil í sögunni og bjó síðan til kassa með sviðssetningu atburðarins. Vel gekk að flétta saman bóklegt nám og list-og verkgreinar þegar útbúnar voru leikmyndir, persónur og hlutir sem nú eru til sýnis á sal skólans. Einnig settu nemendur upp upplýsingar um hvert verkefni og tímalínu sem sýnir helstu atburði Íslandssögunnar að þeirra mati.

Öskudagur

þann .

trudur1Á öskudag ætlum við að gera okkur glaðan dag með því að mæta í furðufötum í skólann. Í tilefni dagsins er einnig leyfilegt að koma með sparinesti, þó ekki sælgæti og gos. Dagurinn hefst á samveru á sal þar sem við tökum saman lagið og syngjum sérvalin lög. Öskudagur er skertur dagur með hefðbundinni stundaskrá frá kl. 8:30. Skóla lýkur kl. 12:00.
Að loknum hádegisverði fara allir nemendur í 5. – 7. bekk heim. Þeir nemendur í 1.- 4. bekk sem eiga vistun í Skólaseli fara þangað en aðrir fara heim.

Lífsleikniþemað jafnrétti

þann .

Á vorönn 2015 verður unnið með þemað jafnrétti í skólanum, sem er einn af grunnþáttum menntunar (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011).
Markmið þemans er fyrst og fremst að skólasamfélagið geri sér grein fyrir mikilvægi þess að allir njóti jafnréttis í samfélaginu og virðing sé borin fyrir hverjum og einum.

Sjá meira