Skyndihjálparnámskeið fyrir nemendur

Ritað .

Í tilefni af 90 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi stendur hann fyrir því að öll grunnskólabörn fái fræðslu í skyndihjálp. Þann 16. október komu tveir læknanemar frá Rauða krossinum og fræddu nemendur grunnskólans um fyrstu viðbrögð þegar slys ber að höndum. Nemendur voru áhugasamir og tóku vel eftir. Eldri nemendur fengu svo tækifæri til að beita hjartahnoði á skyndihjálpardúkkum í lokin.

Brúðuleiksýning

Ritað .

Miðvikudaginn 15. október var á sal skólans sýnt brúðuleikrit um Einar Áskel fyrir öll leikskólabörnin og nemendur í 1. -3.bekk. Ævintýri Einars Áskels náðu vel til allra sýningargesta og börnin dugleg að fylgjast með og njóta sýningarinnar. Að sýningu lokinni fengu eldri nemendur að skoða brúðurnar og undraheim brúðuleikhússins.

Vetrarleyfi

Ritað .

Dagana 17. - 21. október er vetrarleyfi í grunnskóladeild og Skólaseli. Kennsla hefst skv. stundaskrá eftir vetrarleyfi miðvikudaginn 22. október.

Skólastarf í leikskóladeild er með hefðbundnu sniði þessa daga. 

Margt verður í boði fyrir fjölskyldurnar í borginni þessa frídaga, hvort heldur í frístundamiðstöðvum eða menningarstofnunum og frítt verður fyrir fullorðna í fylgd með börnum inn á söfn borgarinnar. Sjá http://reykjavik.is/frettir/fjolskyldusamvera-i-vetrarfriinu