Umhverfisdagar í Grenndarskógi

þann .

Í tilefni Dags umhverfisins sem er þann 25. apríl komu allir bekkir grunnskólans saman í grenndarskóginum í vikunni og gerðu sér glaðan dag og unnu margvísleg verkefni sem að þessu sinni tengdust stærðfræði og samvinnu. Farið var í margskonar leiki og núvitund ásamt því að borða nesti í fallegum lundi skógarins. Nú er vorið farið að kalla og ýmsir útináms viðburðir á dagskrá. Nemendur hafa farið út að hreinsa og fegra nánasta umhverfi skólans svo og í Grenndarskóginum okkar. Starfsfólk og nemendur hafa verið hvattir til að ganga eða hjóla (4. - 7. bekk) í skólann til að sýna náttúruvernd í verki. Allir nemendur skólans hafa verið til fyrirmyndir að raða skóm sínum í hillurnar og allar starfstöðvar skólans hafa tekið virkan þátt í flokkun og að vinna ýmis falleg listaverk úr endurunnum efnivið.

Tónleikar Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts

þann .

Nú í vikunni kom yngsta deild Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts í heimsókn í skólann til okkar og hélt tónleika fyrir nemendurí 1. - 4. bekk. Skólahljómsveitin kynnti líka starfið sitt og hljóðfærin fyrir nemendum sem fylgdust áhugasamir með. Ártúnsskóli á nokkra fulltrúa í hljómsveitinni og höfðum við að sjálfsögðu sérstaklega gaman af að fylgjast með þeim. 

Umgöngumst tré af virðingu

þann .

tre umgengniFulltrúar umhverfisnefndar komu fram á síðustu föstudagssamveru og sögðu skólasystkinum sínum frá góðri umgengni við tré. Á skólalóðinni eru stór furutré sem voru gróðursett þegar skólinn tók til starfa og ýmis önnur tré sem voru gróðursett síðar og sum sjálfsprottin, sem uxu af fræjum hinna sem fyrir eru. Fulltrúarnir bentu á að tré veita okkur skjól og búa til súrefni. Þeir hvöttu alla til að umgangast trén af virðingu og hugsa vel um þau, þau eru lifandi. Greinar sumra trjánna eru ekki mjög sterkar og þola ekki að verið sé að hoppa og klifra í þeim. Umhverfisnefnd og starfshópur útináms skólans hafa ákveðið að setja skýrari reglur um hvar og hversu hátt má klifra í trjánum. Búið er að merkja furutrén vestan megin við skólann og þar má klifra en mikilvægt er að fara varlega.