Sumarleyfi

Ritað .

solGrunnskóladeild Ártúnsskóla er komin í sumarleyfi. Skrifstofa skólans verður opin fram til 24. júní og verður opnuð aftur 10. ágúst.

Sumarleyfi leikskóladeildar skólans hefst miðvikudaginn 13. júlí og er til og með 10. ágúst. Leikskólinn verður opnaður aftur fimmtudaginn 11. ágúst.

Sameiginlegur starfsdagur í grunnskóla, leikskóla og frístund verður föstudaginn 19. ágúst.

Skólastarf í grunnskólanum hefst að nýju eftir sumarleyfi með skólasetningu mánudaginn 22. ágúst kl.11 á sal skólans. Innkaupalistar fyrir nemendur verða tilbúnir á heimasíðu skólans þriðjudaginn 16. ágúst. 

Nemendur og foreldrar í 1. bekk verða boðaðir í viðtal til kennara 22. ágúst.