Röskun á skólahaldi

þann .

Slæm veðurspá er fyrir morgundaginn. Foreldrar/forráðamenn verða að fylgjast vel með fréttum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vaktar svæðið og sendir út tilkynningar er varða skólahald. 

Skólahald er skv. stundaskrá nema annað sé tekið fram. Svk. viðbúnaðarstigi 1 er skólahaldi haldið út og þeir koma sem geta í fylgd foreldra/forráðarmanna. En skv. viðbúnaðarstigi 2 fellur skólahald niður. 

Viðbragðsáætlun vegna óveðurs

Frá jólaföndri Foreldrafélagsins

þann .

Það voru áhugasamir nemendur og foreldrar sem undu sér við föndur á jólaföndri foreldrafélags síðasta laugardag. Nemendur í 6.LH sáu um kaffisölu og kökubasar til styrktar Skólabúðaferð næsta haust. 

Eins og sjá má á myndunum skein gleði úr áhugasömum andlitum þessa jólalegu stund.