Frá skólasetningu grunnskóladeildar

Í morgun mættu nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum sínum á skólasetningu grunnskólans. Þetta var afar myndarlegur hópur og gleði og eftirvæntingu mátti sjá á andlitum nemenda. Rannveig skólastjóri bauð alla velkomna og hélt stutta tölu áður en nemendur fóru með umsjónarkennurum í heimastofur þar sem þeir fengu helstu upplýsingar um starfið framundan.

Skólasetning grunnskóladeildar 2016

Skólasetning grunnskólans er mánudaginn 22. ágúst kl. 11 á sal skólans fyrir nemendur í 2. - 7. bekk. Foreldrar/forráðarmenn eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Nemendur í 1. bekk hafa verið boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara sama dag ásamt foreldrum/forráðamönnum sínum. 

Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.

Fleiri greinar...

skolahlj_hnappur
skolav_100
graenfani_3
heimiliogskoli
Foreldravefur
heilsuskoli

Verðlaun og viðurkenningar

menntav m ari