Skólasetning

Ritað .

Eftirvæntingin leyndi sér ekki þegar myndarlegur hópur nemenda mætti á skólasetningu í morgun ásamt foreldrum sínum og forráðamönnum. Rannveig skólastjóri bauð alla velkomna og hélt stutta tölu áður en nemendur fóru með umsjónarkennurum í heimastofur þar sem undirbúningur var lagður undir skólastarf vetrarins. 

Skólasetning

Ritað .

Skólasetning grunnskólans er föstudaginn 22. ágúst kl. 11 á sal skólans fyrir nemendur í 2. - 7. bekk. Nemendur í 1. bekk koma í viðtöl til umsjónarkennara fimmtudaginn 21. ágúst og föstudaginn 22. ágúst. Foreldrar/forráðarmenn eru velkomnir að mæta með börnum sínum. 

Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.