Sumarleyfi

þann .

Gsolrunnskóladeild Ártúnsskóla er komin í sumarleyfi, skrifstofa skólans verður þó opin fram til 26. júní og verður opnuð aftur 10. ágúst.

Sumarleyfi í leikskóladeild skólans hefst föstudaginn 10. júlí og leikskólinn verður opnaður aftur mánudaginn 10. ágúst.

Skólastarf í grunnskólanum hefst að nýju eftir sumarleyfi með skólasetningu mánudaginn 24. ágúst kl. 11 á sal skólans.

Innkaupalistar fyrir nemendur verða tilbúnir á heimasíðu skólans mánudaginn 17. ágúst eftir kl. 15.

Nemendur og foreldrar í 1. bekk verða boðaðir í viðtal til kennara 24. og 25. ágúst. Opið verður í frístundaheimilinu Skólaseli þriðjudaginn 25. ágúst fyrir nemendur 1. bekkjar frá kl. 8:30. Skólastarf hjá 1.bekk hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst.

Sumarhátíð og opið hús í Skólaseli

þann .

Þann 5. júní var haldin sumarhátíð í Skólaseli. Margt skemmtilegt var í boði og veðrið lék við krakkana. Dagurinn endaði á opnu húsi og það var gaman hversu margir foreldrar sáu sér fært að mæta. Starfsfólk Skólasels þakkar fyrir skemmtilegan vetur með von um ánægjulegt sumar.