Undirbúningsdagur

Ritað .

sippSumardagurinn fyrsti 24. apríl er almennur frídagur og föstudaginn 25. apríl er undirbúningsdagur í leikskóla og grunnskóla. Á undirbúningsdaginn er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir. 

Gleðilegt sumar 

Heilsueflandi skóli - útinám

Ritað .

Dagarnir 22. og 23. apríl voru notaðir til útiveru í Ártúnsskóla. Allir nemendur grunnskóladeildarinnar og elstu nemendur leikskóladeildarinnar fóru í Grenndarskóg skólans. Þar var m.a. farið í rathlaup og slökun (núvitund). Ennfremur gæddu allir sér á nýbökuðu brauði sem þeir bökuðu sjálfir á trjágrein.

Leiðangrarnir í skóginn gengu mjög vel, veðrið lék við okkur og nemendur unnu sín verk með sóma. Með þessari vinnu í skóginum vorum við m.a. að minnast þess að 25. apríl er dagur umhverfisins og hann er að þessu sinni tileinkaður Sveini Pálssyni lækni og fræðimanni en hann fæddist þennan dag árið 1762. Sveinn er oft nefndur fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn.

Páskaleyfi

Ritað .

easter 12Páskaleyfi hefst í grunnskólanum mánudaginn 14. apríl og stendur yfir til mánudagsins 21. apríl. Í páskaleyfi er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir sérstaklega. Í leikskólanum hefst páskaleyfi fimmtudaginn 17. apríl.

Skólastarf hefst í öllum starfsstöðvum skólans þriðjudaginn 22. apríl skv. stundaskrá/dagskipulagi.

Dagana 22. og 23. apríl  fara allir námshópar grunnskólans og skólahópur leikskólans í Grenndarskóginn þar sem við förum í rathlaup og eldum yfir opnum eldi.  Mikilvægt er að börnin komi klædd til útiveru þessa daga.  
Sumardagurinn fyrsti 24. apríl er almennur frídagur og föstudaginn 25. apríl er undirbúningsdagur í leikskóla og grunnskóla. 

GLEÐILEGA PÁSKA