Bangsa- og náttfatadagur í grunnskólanu

Á föstudaginn næsta, 28. október er bangsadagur í grunnskólanum. Til að gera daginn enn skemmtilegri stendur nemendafélag skólans FUÁ einnig fyrir náttfatadegi þennan dag. Við ætlum því öll að koma á náttfötunum í skólann þennan dag með uppáhalds bangsann okkar.

Munum samt eftir hlýjum útifatnaði því útivera er skv. stundaskrá þennan dag.bangsi nattfot

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Ártúnsskóla verður haldinn þriðjudaginn 25. október kl. 20:30 á sal Ártúnsskóla.

Dagskrá:

1. Hefðbundin aðalfundarstörf

- Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári

- Gjaldkeri gerir grein fyrir fjárhagsafkomu félagsins og leggur fram reikninga

- Kosning stjórnar

- Kosning fulltrúa í skólaráð

- Önnur mál

2. Fræðsluerindi

Anna Sigurðardóttir sálfræðingur frá Heilsuborg og ræðir birtingarmynd og afleiðingar kvíða hjá börnum & unglingum.

3. Skólafataskiptimarkaður

Vegna áskorana höfum við ákveðið að bjóða uppá skólafataskiptimarkað.  Endilega komið með gömlu peysurnar og bolina  á fundinn og sjáið hvort þið getið ekki nálgast næstu stærð.

Boðið verður upp á kaffi og með því. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Kær kveðja,

Stjórn foreldrafélags

Samvera 5 KHL

Nemendur í 5.KHL voru með föstudagssamveru 7. október s.l. Nemendur sömdu og fluttu þrjá litla leikþætti og héldu tískusýningu. Til að ljúka samveru sungu krakkarnir saman eitt lag með og tóku áhorfendur vel undir. Undirbúningur að samverustund gekk vonum framar og var gaman að sjá hvað krakkarnir unnu vel saman og höfðu gaman. Krakkarnir voru hæstánægð með hvernig til tókst og voru afar stolt af framistöðu sinni. 

Fleiri greinar...