Lestrarsprettur - úrslit

þann .

Árlegum lestrarspretti skólans lauk um síðustu helgi. Mikið kapp var í nemendum og mikill áhugi við að finna sem fjölbreyttastar bækur á skólasafninu. Niðurstaðan úr lestrarsprettinum var sú að vinningshafar á eldra stigi voru nemendur í 6. LB og á yngra stigi voru það nemendur í 4. GV. Óskum við þeim til hamingju með árangurinn og hvetjum nemendur skólans til að halda áfram að vera duglegir að lesa sér til ánægju og yndisauka.

Danskennsla - opið hús

þann .

Öskudagur

þann .

grimuball myndÁ öskudaginn er furðufatadagur í skólanum en vopn og verjur skal skilja eftir heima. Í tilefni dagsins er einnig leyfilegt að koma með sparinesti, þó ekki sælgæti og gos. Dagurinn hefst á samveru á sal þar sem allir taka lagið og svo munu vinabekkir hittast. 

Öskudagur er hefðbundinn skóladagur frá 8:30 - 11:40. Frá 11:40 - 12:00 er hádegisverður. Skóla lýkur kl.12:00.  Að loknum hádegisverði þá fara allir nemendur í 4. - 7. bekk heim. Þeir nemendur í 1. - 3. bekk sem eiga vistun í Skólaseli fara þangað en aðrir fara heim .