Samræmt próf

Nemendur 7.LB þreyttu samræmt próf í íslensku í morgun. Í fyrsta sinn var prófið á rafrænu formi. Fyrirlögnin gekk mjög vel og stóðu nemendur sig með mikill prýði líkt og vænta mátti af svo dugmiklum hópi nemenda. Á morgun munu þau svo taka aftur rafrænt próf og þá í stærðfræði.

Sjá myndir:

 

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru og umhverfisdagur Reykjavíkurborgar föstudaginn 16. september

,,Virðing fyrir vatninu, lífríkinu í því sem og umhverfis það“

Lífsleikni þema Ártúnsskóla á haustönn er ,,Virðing“ og því var sjónum umhverfisdags sérstaklega beint að því. Í síðustu viku fóru nemendur í gönguferðir um vatnasvæði Elliðaárdals og Grenndarskóg Ártúnsskóla og unnu margvísleg verkefni og rannsóknir sem tengdust virðingu fyrir vatninu, lífríkinu í því sem og umhverfis það. Ýmsar vangaveltur mynduðust um samspil manns og náttúru og virðingar þar á milli. Áfram verður unnið með þetta verkefni á önninni.

Með von um að allir njóti samveru og útiveru í fallega dalnum okkar

,,Berum virðingu fyrir umhverfinu“

Umhverfisnefnd

Sjá myndir:

 

 

 

Skipulagsdagur starfsfólks

Föstudaginn 16. september er skipulagsdagur starfsfólks í leik- og grunnskóladeild. Þennan dag er opið í Skólaseli fyrir þau börn sem þar hafa verið skráð. 

Fleiri greinar...