Sprengigengið

Katrín í Sprengigenginu kom í skólann í morgun og var með skemmtilega sýningu fyrir alla nemendur skólans. Nemendur voru einstaklega spennt og og fylgdust vel með efnafræðitilraununum sem framkvæmdar voru á sviðinu. Sýningin voru verðlaun sem  nemendur í 6. BIG hlutu fyrir umhverfisverkefnið  sitt ,,Minna plast" en bekkurinn vann samkeppnina „Varðliðar umhverfisins.

Tónleikar Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts

Föstudaginn 19. maí kom B deild Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts í heimsókn í skólann til okkar og hélt tónleika fyrir nemendurí 1. - 3. bekk. Skólahljómsveitin kynnti líka starfið sitt og hljóðfærin fyrir nemendum sem fylgdust áhugasamir með. Ártúnsskóli á nokkra fulltrúa í hljómsveitinni og höfðum við að sjálfsögðu sérstaklega gaman af að fylgjast með þeim. 

Fleiri greinar...