Útskrift skólahóps leikskóladeildar

þann .

Á miðvikudaginn 25.maí útskrifaðist fjólublái hópur úr leikskóladeild Ártúnsskóla. Athöfnin var á sal skólans. Börnin voru með fuglaþema og klæddust fuglabúningum sem þau bjuggu til sjálf. Þau sögðu frá hverfis fuglinum sínum, honum krumma, sungu nokkur lög og spiluðu undir á hljóðfæri. Að útskrift lokinni gæddu útskriftarnemar og gestir sér á veitingum og glöddust saman.

Heimsókn útskrifaðra nemenda

þann .

Miðvikudaginn 25. maí komu tveir fyrrverandi nemendur í Ártúnsskóla í heimsókn. Það voru þær Tanja Líf Auðunsdóttir og Birta Sigríður Arnarsdóttir sem nú stunda nám í Árbæjarskóla. Þær litu við í heimastofu annars bekkjar og þar var tekið hlýlega á móti þeim. Tanja Líf söng fyrir krakkana Eurovisionlag Grétu Salome „ Raddirnar“ við góðar undirtektir. Það er sérstakt ánægjuefni þegar fyrrverandi nemendur skólans koma í heimsókn og færum við þeim stöllum bestu þakkir fyrir sönginn og heimsóknina.

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar

þann .

Í gær voru afhent nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Vættaskóla. Kári Freyr Kristinsson nemandi í 7.LH var tilnefndur af starfsfólki Ártúnsskóla fyrir framúrskarandi samskiptahæfni, félagslega færni og námsástundun. Kári Freyr er vel að verðlaununum kominn og óskum við honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju.