Bangsadagur

Ritað .

bangsadagur 2014Alþjóðlegi Bangsadagurinn var 27. október. Á föstudaginn næsta, þann 31. október verður haldið upp á Bangsadaginn í Ártúnsskóla. Að því tilefni stendur skólasafnið fyrir „Gúmmí-bangsa-getraun". Nemendur giska á fjölda gúmmí-bangsa í krukku á safninu. Á Bangsadaginn fær sá nemandi sem kemst næst fjöldanum viðurkenningu.
Bangsar eru velkomnir í skólann á föstudaginn og nemendafélagið FUÁ stendur fyrir náttfatadegi þennan dag. Í tilefni dagsins verða nemendur í 4. ST með bangsaleikrit á samverunni sinni um föstudaginn.

Bangsakveðja frá skólasafni Ártúnsskóla

Nemendur í 5. SG söfnuðu birkifræjum fyrir Hekluskóga - Útinám

Ritað .

Á fallegum haustdegi fóru nemendur í 5. SG að tína birkifræ í grenndarskógi og á skólalóðinni. Verkefnið var tengt verkefni Hekluskóga sem safna birkifræi um land allt. Fræið var þurrkað í skólastofunni og sent með kveðju frá bekknum.

Samskiptadagur 27. október

Ritað .

Á mánudaginn er samskiptadagur í grunnskólanum. Nemendur mæta í viðtal hjá umsjónarkennara sínum ásamt foreldrum/forráðamönnum. Þriðjudaginn 28. október er svo kennsla skv. stundaskrá. Opið er í skólaseli þennan dag fyrir þá sem þar hafa verið skráðir.